Uglan Mína fræðir börn sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda um spítalaumhverfið. Gagnvirkir tölvuleikir Mínu efla heilsulæsi barnanna ásamt því að draga úr kvíða þeirra.
Lausnum NúnaTrix er miðlað til barna í gegnum gagnvirka tölvuleiki sem auka hæfni þeirra og hugrekki fyrir heimsóknir til heilbrigðisstofnanna.
Leikir með tilgangi
NúnaTrix er nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð kennslutölvuleikja fyrir börn sem þurfa á heilbrigðisþjónustu á að halda.
Miðlun í leikjaformi
Okkar tölvuleikir byggja á vísindalegum grunni þar sem heilbrigiðisvísindi, menntavísindi og tölvuleikjafræði sameinast í hönnun og tækni. Á ensku kallast slíkir leikir «serious games» enda hafa þeir önnur og að einhverju leyti alvarlegri markmið en skemmtun eina saman – sem útilokar þó alls ekki að leikirnir geti verið skemmtilegir!
Máttur eykst
Tölvuleikir NúnaTrix hafa ýmsa eiginleika sem koma að gagni við fræðslu og valdeflingu barna: það er auðvelt fyrir börnin að lifa sig inn í hlutverk og aðstæður og þeim finnst fræðslan skemmtilegri þar sem henni er miðlað í gegnum leik.
Vörur okkar
Mína og Draumalandið
Mína og Draumalandið er kennslutölvuleikur fyrir börn sem gangast undir fulla svæfingu. Svæfing getur verið erfið reynsla fyrir börn og undirbúningur getur verið nokkuð takmarkaður – oft er bara um að ræða eitt símtal kvöldið fyrir svæfingu. Leiknum er ætlað að sjá um sjúklingafræðslu fyrir börnin og kynna þau fyrir því sem fram undan er í jákvæðu og skemmtilegu ljósi sem eyðir óvissunni og kvíðanum sem börnin geta fundið til í þessum aðstæðum.
Um okkur
Saga okkar og markmið
NúnaTrix er nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í að draga úr kvíða barna og efla heilsulæsi þeirra. Brynja og Katrín, stofnendur fyrirtækisins, ákváðu að sameina krafta sína til að takast á við þann vanda sem kvíði barna, sem þurfa að ganga í gegnum aðgerðir á spítala, skapaði. Þessi kvíði getur orðið kostnaðarsamur fyrir heilbrigðiskerfið, þar sem hann getur leitt til lengri innlagnartíma og aukins meðferðarþarfar.
Með þróun kennsluleikja sem byggja á vísindalegum grunni, sameinum við heilbrigðisvísindi og menntavísindi til að skapa skemmtilega og fræðandi reynslu. Markmið okkar er að bjóða upp á aðferðir sem hjálpa börnum að takast á við ótta sinn og auka skilning þeirra á heilsu, þannig að þau geti orðið sjálfstæðari og betur undirbúin fyrir framtíðina.
Teymið okkar
Teymið hennar Mínu
Við hjálpum Mínu að hjálpa börnum.
Brynja Ingadóttir
Meðstofnandi
Brynja starfar sem sérfræðingur í hjúkrun og dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Hún veitir Miðstöð sjúklingafræðslu forstöðu á Landspítala og skrifaði doktorsverkefni sitt um sjúklinga sem námsmenn og möguleika tölvuleikja í sjúklingafræðslu.
Katrín Jónsdóttir
Meðstofnandi
Katrín hefur langa reynslu af hjúkrun bæði á Íslandi og í Danmörku og sömuleiðis mikla reynslu af sjúklingafræðslu gegnum starf sitt. Hún er einnig mannfræðingur og lærði margmiðlun í Tækniskólanum.
Vallý Helgadóttir
Framkvæmdarstjóri
Vallý býr yfir áratuga reynslu í þjónustu við heilbrigðisstofnanir auk þess sem hún hefur víðtæka reynslu í nýsköpunarumhverfi, sem gerir henni kleift að stýra fyrirtækinu og þeim mörgum verkefnum sem fylgja.
Hafðu samband
Hafðu samband
Hvort sem þú hefur áhuga á leikjunum okkar eða ert með hugmynd að samstarfi — þá hafðu samband, Mína vill alltaf heyra frá þér.