Persónuverndarstefna NúnaTrix

 

Síðast uppfært: [17.11.2025]

 

NúnaTrix leggur mikla áherslu á persónuvernd og öryggi notenda sinna. Þessi persónuverndarstefna útskýrir hvernig við vinnum með upplýsingar sem kunna að verða til við notkun á tölvuleikjum okkar sem veittir eru í gegnum App Store, Google Play eða með QR-kóða sem afhentur er á heilbrigðisstofnunum.

 

Engin söfnun persónuupplýsinga

NúnaTrix safnar ekki persónuupplýsingum um notendur leikjanna. Við biðjum ekki um netföng, símanúmer, kennitölur eða aðrar upplýsingar sem hægt er að rekja til einstaklings.

 

Notkun leikja

Tölvuleikir NúnaTrix eru hannaðir til að veita fræðslu og upplýsingaefni fyrir sjúklinga á öruggan og skemmtilegan hátt. Notendur geta nálgast leikina með því að:

    • Hlaða þeim niður í gegnum App Store eða Google Play.

    • Skanna QR-kóða sem heilbrigðisstarfsfólk veitir á heilbrigðisstofnunum.

Allar upplýsingar sem leikurinn notar eru ópersónugreinanlegar og eru ekki geymdar eða deildar með þriðja aðila.

Vefgreining og kökur

Vefsíða NúnaTrix getur notað vefgreiningartól og kökur til að bæta upplifun notenda og greina notkunarmynstur. Þessar upplýsingar eru ekki notaðar til að bera kennsl á einstaklinga og eru eingöngu nýttar í tölfræðilegum tilgangi.

 

Öryggi

Þó að við söfnum ekki persónuupplýsingum, tryggjum við að öll samskipti við kerfi okkar séu dulkóðuð og örugg, í samræmi við bestu starfsvenjur í upplýsingatækni.

 

Ábyrgðaraðili

Neðangreindur aðili ber ábyrgð á því að tryggja að notkun persónuupplýsinga þinna uppfylli ákvæði í persónuupplýsingalöggjöf Evrópusambandsins:

 

NúnaTrix ehf.
Klyfjasel 18, 109 Reykjavík
Netfang: nunatrix@nunatrix.is
Sími: +354 867 2399
Netfang (viðbrögð og fyrirspurnir): nunatrix@nunatrix.is

 

Ef þú hefur einhverjar spurningar um meðferð okkar á persónuupplýsingum, hafðu þá endilega samband í gegnum heimilisfangið, símanúmerið eða netfangið sem gefið er upp hér að ofan. Vinsamlegast láttu fylgja með upplýsingar um hvar þú býrð (land) og tilgreindu þær spurningar sem þú hefur.

Við hvetjum þig til að hafa samband ef eitthvað er í gegnum netfangið nunatrix@nunatrix.is.