Við erum

NúnaTrix

Svona byrjaði þetta

NúnaTrix ehf. er nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð kennsluleikja fyrir heilbrigðisgeirann. Slíkir leikir eru í vaxandi mæli þróaðir til að nota í sjúklingafræðslu,  annarri meðferð sjúklinga og  kennslu heilbrigðisstétta.

Kennsluleikir á formi tölvuleikja byggjast á vísindalegum grunni þar sem heilbrigiðisvísindi, menntavísindi og tölvuleikjafræði hitta fyrir hönnun og tækni. Slíka fræðslu má nota til fræðslu og valdeflingar og þá má mögulega nota til að meðhöndla kvíða og sársauka. 

Á ensku kallast slíkir leikir „serious games“ enda hafa þeir önnur og að einhverju leyti alvarlegri markmið en skemmtun eina saman – það útilokar þó alls ekki að þeir geti verið skemmtilegir! Þvert á móti getur skemmtanagildið aukið áhugahvöt og þannig stutt við nám þess sem spilar leikinn. 

Tölvuleikir hafa ýmsa eiginleika sem koma að gagni við fræðslu og valdeflingu: það er auðvelt að lifa sig inn í hlutverk og aðstæður, fræðsla verður skemmtilegri þegar henni er miðlað í gegnum leik, mistök í leikjum hafa engar afleiðingar í raunveruleikanum og leikmenn fá því tækifæri til að gera betur sem stuðlar að enn betri innlæringu. 

Stofnendur NúnaTrix eru Brynja Ingadóttir og Katrín Jónsdóttir en báðar hafa þær mikla reynslu af þróun sjúklingafræðslu og þekkja því þau tækifæri sem þar leynast fyrir tölvuleiki.

Katrín Jónsdóttir

Stofnandi

Katrín hefur langa reynslu af hjúkrun bæði á Íslandi og í Danmörku og sömuleiðis mikla reynslu af sjúklingafræðslu gegnum starf sitt. Lærði margmiðlun í Tækniskólanum til þess að verða betur í stakk búin til þess að sameina þetta tvennt, sjúklingafræðslu og nýjustu tækni til að koma til móts við breytilegar áherslur í fræðslu. 

Brynja Ingadóttir

Stofnandi

Brynja starfar sem sérfræðingur í hjúkrun og dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Hún veitir Miðstöð sjúklingafræðslu forstöðu á Landspítala  og skrifaði doktorsverkefni sitt um sjúklinga sem námsmenn og möguleika tölvuleikja í sjúklingafræðslu.  Hún hefur verið óþreytandi við að finna nýjar og betri leiðir til að koma til móts við fræðsluþarfir sjúklinga og eru töluvuleikir hluti af þeirri leið.

Verum í bandi

info@nunatrix.is