
Katrín Jónsdóttir
Stofnandi
Katrín hefur langa reynslu af hjúkrun bæði á Íslandi og í Danmörku og sömuleiðis mikla reynslu af sjúklingafræðslu gegnum starf sitt. Lærði margmiðlun í Tækniskólanum til þess að verða betur í stakk búin til þess að sameina þetta tvennt, sjúklingafræðslu og nýjustu tækni til að koma til móts við breytilegar áherslur í fræðslu.

Brynja Ingadóttir
Stofnandi
Brynja starfar sem sérfræðingur í hjúkrun og dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Hún veitir Miðstöð sjúklingafræðslu forstöðu á Landspítala og skrifaði doktorsverkefni sitt um sjúklinga sem námsmenn og möguleika tölvuleikja í sjúklingafræðslu. Hún hefur verið óþreytandi við að finna nýjar og betri leiðir til að koma til móts við fræðsluþarfir sjúklinga og eru töluvuleikir hluti af þeirri leið.